Dylan var hræðilegur

Hann tók ekki mörg lög sem ég kannaðist við.  Og þau lög sem ég hefði átt að þekkja, voru með öllu óþekkjanleg.  Hann var kannski búinn að röfla/gelta einhverja vitleysu í tvær mínútur, og þá gellur í honum ...the answer is blowing in the wind.  Þá held ég að flestir hafi hugsað:  Jaaaú...  Ok.  Hann er semsagt að syngja það.   Gott hjá honum!

Ég tók saman smá Dylan-playlista af tilefni dagsins.  Hann er smíðaður á síðunni www.radioninja.com, sem er ný tónlistarsíða, sem er búin til af Íslendingi.  Hún er töluvert flottari en þessar helstu tónlistarsíður sem eru í gangi í dag.  Mæli eindregið með henni.

Hér er Dylan: 



mbl.is Ánægðir gestir á tónleikum Dylans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ættir að kynna þér dylan betur:) það er nú hálf asnalegt að búast við því að hann taki mr tamborine man og fleiri lög í þeim dúr þegar að hann á af baki 46 ára feril.Og þar að auki í 40 ára gömlum útsettningum.

hilmar (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dylan var flottur

Hólmdís Hjartardóttir, 27.5.2008 kl. 01:09

3 identicon

Dylan var dásemd - þú ert ekki með á nótunum.

Ragnar Hólm (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Jóhannes Benediktsson

Jájá.  Það er alveg rétt hjá þér.  Auðvitað hlýtur hann að vera þreyttur á gömlu lögunum.  Og auðvitað er ekki hægt að búast við að hann klæði þau í sama búning og hann gerði fyrir 40 árum.  En einhverra hluta vegna bjóst ég við að ég myndi kannast við fleiri lög.

Mér fannst félagi minn hitta naglann ágætlega á höfuðið, þegar hann sagði að Dylan hefði hljómað eins og Megas, þegar hann hermir eftir Dylan.

Jóhannes Benediktsson, 27.5.2008 kl. 01:18

5 identicon

Dylan var leiðinlegur, mjög sérstakt lagaval. Og afhverju er það asnalegt að búast við að hann taki slagarana sína? það gera flestir tónlistarmenn á tónleikum! fyrir aðdáendur sína!

Rebekka Júlía Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:34

6 identicon

dylan er vanur að "experamenta" á tónleikum og er þekktur fyrir það þannig þetta er bara það sem má búast við af honum, menn voru vonandi ekki að standa í þeirri trú að hann væri bara þarna með kassagítarinn einan að vopni. það væri vissulega gaman en ef menn væru búnir að kynna sér þetta væri fólk ekki að túða svona.

frikki (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes Benediktsson

Höfundur

Jóhannes Benediktsson
Jóhannes Benediktsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband